Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir annars þyrftu.
Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson

Sigmar Guðmundsson

Verðbólga eykst og áfram rigning í kortunum.“ Svona hljóðaði fyrirsögn á einum vefmiðlanna í gær. Hún fangar íslenskan veruleika ákaflega vel. Við viljum gjarnan meiri sól í sumarfríinu og að verðbólga lækki og vextir í framhaldinu. Veðrinu getum við ekki stjórnað. Við tökum því eins og hverju öðru hundsbiti enda öllu vön. Verðbólga er hins vegar fyrirbæri sem við getum haft áhrif á. Seðlabankinn hefur reynt að hafa áhrif á verðbólguna með því að keyra vexti hér upp úr öllu valdi. Hinir margfrægu aðilar vinnumarkaðarins hafa reynt að stilla kjarasamningum þannig upp að þeir magni ekki upp þenslu. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki farið nægjanlega vel með peninga almennings sem er mjög mikilvæg aðferð við að ná tökum á ástandinu.

Hér er ekki gengið í takt. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir heimili, fyrirtæki, sveitarfélög

...

Höfundur: Sigmar Guðmundsson