Andi liðinna tíma ræður ríkjum í verkum Þrándar Þórarinssonar listamanns eins og glöggt má sjá þegar komið er inn á vínstofuna Gilligogg í Austurstræti. Þar prýða veggina fjögur stór olíumálverk eftir Þránd sem sýna Reykjavík eins og hún var snemma…
Málað Þrándur Þórarinsson listmálari málar hér andlit nýs forseta á kosninganótt á nýopnuðum vínbar sem heitir Gilligogg. Gilligogg var orð sem Kjarval bjó til og notaði óspart. Það þýðir allt sem er gott og frábært.
Málað Þrándur Þórarinsson listmálari málar hér andlit nýs forseta á kosninganótt á nýopnuðum vínbar sem heitir Gilligogg. Gilligogg var orð sem Kjarval bjó til og notaði óspart. Það þýðir allt sem er gott og frábært. — Ljósmynd/Hálfdan Steinþórsson

Viðtal

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Andi liðinna tíma ræður ríkjum í verkum Þrándar Þórarinssonar listamanns eins og glöggt má sjá þegar komið er inn á vínstofuna Gilligogg í Austurstræti. Þar prýða veggina fjögur stór olíumálverk eftir Þránd sem sýna Reykjavík eins og hún var snemma á síðustu öld auk þess sem þar koma fyrir margar þjóðþekktar persónur bæði úr nútíð og fortíð. Þá er pólitík einnig rauður þráður í verkunum. Þrándur segir að eigendur staðarins hafi leitað til hans með þetta verkefni og leyft honum að hafa tiltölulega frjálsar hendur um efnistök en um er að ræða fjögur stór verk sem eru 1,4 metrar að hæð og fjórir metrar að breidd.

Baráttukonur fyrr og nú

„Fyrsta verkið sem ég byrjaði á var verkið

...