Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir

Týr í Viðskiptablaðinu hefur áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hafi ekki undan að finna ný vandamál til að „leysa“ með auknum ríkisútgjöldum. Ekkert sé þeim óviðkomandi og nefnir Týr viðbrögðin við því „að fæðingartíðni íslenskra kvenna sé nú sambærileg við það sem þekkist í öðrum þróuðum hagkerfum. […] Jú, auka ríkisútgjöld.“

Eða minnkandi umsvif í ferðaþjónustu, en Týr telur „augljóst að ferðamönnum fari fækkandi og þeir dragi úr útgjöldum hér á landi vegna þess að raungengi krónunnar er í hæstu hæðum. Samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar hefur hreinlega versnað.

Íslenskir stjórnmálamenn sjá þetta ekki með sömu augum. Þennan vanda er einnig hægt að leysa með að auka ríkisútgjöld. Þannig hefur Lilja Alfreðsdóttir boðað að ríkið muni eyða mörg hundruð milljónum króna í að auglýsa Ísland

...