Í haldi Paul Watson á blaðamannafundi í Frakklandi árið 2016.
Í haldi Paul Watson á blaðamannafundi í Frakklandi árið 2016. — AFP/Philippe Desmazes

Japönsk stjórnvöld sögðust í gær lengi hafa þrýst á lönd að handtaka Paul Watson, sem nú situr í gæsluvarðhaldi í Nuuk á Grænlandi og verður hugsanlega framseldur til Japans.

Watson, sem er 73 ára gamall og hefur lengi barist gegn hvalveiðum, þar á meðal hér á landi, var handtekinn í Nuuk sl. laugardag á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem alþjóðalögreglan Interpol gaf út fyrir 12 árum fyrir hönd Japana. Watson var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. ágúst og hefur landsréttur Grænlands staðfest þann úrskurð.

Danska dómsmálaráðuneytið mun taka ákvörðun um hvort Watson verði framseldur til Japans eða sleppt úr haldi. Talsmaður ráðuneytisins sagði að slík framsalskrafa hafi ekki borist enn frá japönskum stjórnvöldum en málið verði skoðað þegar og ef hún berst.

...