Árni Björn Haraldsson landbúnaðarverkfræðingur fór ópólitískur til starfa í Tansaníu 1976 og gekk í hóp sósíalista, en flutti þaðan norður í Finnmörk í Noregi tveimur árum síðar og bjó í Pasvíkurdalnum á landamærum Noregs og Sovétríkjanna, síðar Rússlands, í 33 ár
Í Noregi Árni Björn á þrjú börn, hér með dótturinni Vigdísi og Elenu.
Í Noregi Árni Björn á þrjú börn, hér með dótturinni Vigdísi og Elenu.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Árni Björn Haraldsson landbúnaðarverkfræðingur fór ópólitískur til starfa í Tansaníu 1976 og gekk í hóp sósíalista, en flutti þaðan norður í Finnmörk í Noregi tveimur árum síðar og bjó í Pasvíkurdalnum á landamærum Noregs og Sovétríkjanna, síðar Rússlands, í 33 ár. „Mér leið ógurlega vel fyrir norðan, líkaði vel við fólkið, átti góða vini og hafði gaman af landbúnaði,“ segir hann. „Við fluttum svo suður í betra veður hér í Kongsvinger fyrir 13 árum.“ Hann naut þess að fara í útreiðartúra og var lengi með íslenska hesta en seldi þá síðustu í fyrrasumar. „Það var gaman í útreiðartúrum og veiði.“

Þegar Árni var níu ára fékk hann mænuveiki. „Ég stækkaði ekki í þrjú ár,“ rifjar hann upp. Læknir hafi ráðlagt sér að fara

...