Minningar Lofgjörð til Katalóníu ★★★½· Eftir George Orwell. Guðmundur J. Guðmundsson íslenskaði og ritar eftirmála. Ugla, 2024. Kilja, 279 bls.
Hópur George Orwell (hávaxnastur í aftari röð) og Eileen Blair, eiginkona hans (beint fyrir framan hann í fremri röð), ásamt P.O.U.M.-liðum á Spáni í mars 1937. Orwell tók þátt í spænsku borgarastyrjöldinni veturinn 1936-37.
Hópur George Orwell (hávaxnastur í aftari röð) og Eileen Blair, eiginkona hans (beint fyrir framan hann í fremri röð), ásamt P.O.U.M.-liðum á Spáni í mars 1937. Orwell tók þátt í spænsku borgarastyrjöldinni veturinn 1936-37.

Bækur

Einar Falur

Ingólfsson

Þessi styrjöld sem ég átti svo veigalítinn þátt í hefur skilið eftir í huga mér slæmar minningar en samt vildi ég ekki fyrir nokkurn mun hafa misst af þessari reynslu,“ skrifar breski rithöfundurinn George Orwell undir lok þessarar þekktu minningarbókar um þátttöku sína í spænsku borgarastyrjöldinni frá hausti 1936 til vors 1937, þar sem hann var einn fjölmargra erlendra liðsmanna herdeilda sem börðust gegn falangistunum, fasistaherdeildum Francos. Þessi tvíbenta afstaða, slæm reynsla sem hann vildi ekki hafa misst af, litar allar lýsingar á veru Orwells á Spáni þessi misserin og hann heldur áfram: „Þegar maður hefur fengið nasasjón af hörmungum á borð við þessar – og hvernig svo sem þetta allt endar verður Spánarstríðið aldrei annað en

...