Halldór Halldórsson fæddist 25. júlí 1964 í Kálfavík í Skötufirði. „Mamma bjó þar hjá foreldrum sínum og þar var ég fyrsta árið. Síðan fórum við til Reykjavíkur en foreldrar mínir fluttu í Ögur þegar ég var þriggja ára, en faðir minn var frá…
19. júní 2021 Brúðkaup Halldórs og Sigríðar. F.v. eru fyrst börn Halldórs, þau Hákon Ari, Hreiðar Ingi, María Sigríður og Halldór Vilberg, brúðhjónin Halldór og Sigríður og dætur Sigríðar, Signý María og Sandra Björk.
19. júní 2021 Brúðkaup Halldórs og Sigríðar. F.v. eru fyrst börn Halldórs, þau Hákon Ari, Hreiðar Ingi, María Sigríður og Halldór Vilberg, brúðhjónin Halldór og Sigríður og dætur Sigríðar, Signý María og Sandra Björk.

Halldór Halldórsson fæddist 25. júlí 1964 í Kálfavík í Skötufirði. „Mamma bjó þar hjá foreldrum sínum og þar var ég fyrsta árið. Síðan fórum við til Reykjavíkur en foreldrar mínir fluttu í Ögur þegar ég var þriggja ára, en faðir minn var frá Ögri og þau tóku við búinu þar af foreldrum hans.“

Halldór segir það hafa verið forréttindi að alast upp á æskuslóðunum og að kynnast sveitastörfunum. „Þetta var svolítil endastöð þegar ég var krakki. Vegurinn endaði bara hérna rétt hjá og náði ekki til Ísafjarðar um firðina hérna í Ísafjarðardjúpinu. Samgöngur voru því töluvert á sjó og djúpbáturinn Fagranes kom hingað tvisvar í viku því það var ekki búið að leggja veg alla leiðina og samgöngur voru því mest á sjó. Það var ekki fyrr en ég var orðinn tíu ára, sem opnaður var vegur milli Ögurs og Ísafjarðar 1974.“

Hann segir að sem barn

...