Skráning umsækjenda til setu í dómnefndum Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans er hafin. „Leitað er eftir fullorðnu fólki á öllum aldri með þekkingu og brennandi áhuga á bókmenntum, fjölbreyttan bakgrunn og…
Sigruðu Eva Björg Ægisdóttir, Rán Flygenring, Gunnar Helgason, Haraldur Sigurðsson og Steinunn Sigurðardóttir í upphafi árs.
Sigruðu Eva Björg Ægisdóttir, Rán Flygenring, Gunnar Helgason, Haraldur Sigurðsson og Steinunn Sigurðardóttir í upphafi árs. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Skráning umsækjenda til setu í dómnefndum Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans er hafin. „Leitað er eftir fullorðnu fólki á öllum aldri með þekkingu og brennandi áhuga á bókmenntum, fjölbreyttan bakgrunn og menntun auk mikils tíma til lesturs,“ segir á vef Félags íslenskra bókaútgefenda, fibut.is, sem sér um framkvæmd og fjármögnun verðlaunanna. Tekið er á móti umsóknum til og með 15. ágúst, en tengil á umsóknareyðublað má finna á vef félagsins.

Þar kemur fram að starfstímabilið er frá 1. september til 1. desember 2024. „Mikilvægt er að umsækjendur hafi góðan tíma til lesturs og hafi jafnframt aðstöðu til þess að lesa bækur á rafrænu formi. Reikna má með að hverri nefnd berist á bilinu 20-60 bækur. Auk þóknunar fá nefndarmenn allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar.“ Þess má geta að samsetning allra dómnefnda frá upphafi verðlaunanna má finna

...