Fyrir 1150 árum byggði Ingólfur höfuðból sitt í Laugarnesi. Á þessum tímamótum eru skipulagsyfirvöld að stefna að umhverfisslysi austan Laugarness.
Séð yfir Laugarnes. Núverandi landfylling er handan nessins.
Séð yfir Laugarnes. Núverandi landfylling er handan nessins.

Árni Árnason

Um þessar mundir eru liðin 1150 ár frá því að Ingólfur nam land í Reykjarvík. Reykjarvík er líklega víkin frá Höfða í Laugarnes. Í hana rann Laugalækur um Kirkjusand og gaf víkinni nafn.

Ingólfur valdi höfuðbóli sínu stað í Laugarnesi. Þar bjuggu afkomendur hans, allsherjargoðarnir, seinast biskupsefnið Magnús góði Guðmundarson sem drukknaði árið 1240. Það var sennilega hann, fremur en faðir hans, sem lét af hendi eyjuna við höfuðbólið, Viðey, undir klaustur árið 1224. Frá Laugarnesi er fagurt útsýni til Viðeyjar. Þar rís hæst Arnarhóll á eyjunni miðri. Þá sýn ber að varðveita.

Nýtt deiliskipulag

Ekkert hefur heyrst frá borgaryfirvöldum um það hvort til stendur að minnast þessara tímamóta. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa hins vegar látið í sér heyra af

...