Hljómsveitin Skoffín heldur tónleika á Nasa annað kvöld kl. 20. „Á tónleikunum verður platan Skoffín hentar íslenskum aðstæðum leikin í heild sinni, ásamt glænýju og eldgömlu efni
Töff Hljómsveitin Skoffín.
Töff Hljómsveitin Skoffín. — Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Hljómsveitin Skoffín heldur tónleika á Nasa annað kvöld kl. 20. „Á tónleikunum verður platan Skoffín hentar íslenskum aðstæðum
leikin í heild sinni, ásamt glænýju og eldgömlu efni. Tónleikarnir verða þeir síðustu um eitthvert skeið, þar sem meðlimir hljómsveitarinnar halda til útlanda,“ segir í tilkynningu, en þar kemur einnig fram að næsta plata sveitarinnar sé væntanleg í haust. Hljómsveitirnar K.óla og sameheads hita upp annað kvöld, en miðar fást á tix.is.