„Þetta er orðið spennandi, kominn skemmtilegur fiðringur og pressa. Þetta er að fara að skella á,“ sagði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í samtali við Morgunblaðið. Anton keppir í 100 og 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París og …
Fjórir Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er á leiðinni á sína fjórðu og síðustu Ólympíuleika í París.
Fjórir Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er á leiðinni á sína fjórðu og síðustu Ólympíuleika í París. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

París 2024

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

„Þetta er orðið spennandi, kominn skemmtilegur fiðringur og pressa. Þetta er að fara að skella á,“ sagði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í samtali við Morgunblaðið.

Anton keppir í 100 og 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París og ríður fyrstur á vaðið af íslensku keppendunum fimm er hann stingur sér til sunds í undanrásum í 100 metrunum á laugardag klukkan 9. Fari hann áfram í undanúrslit syndir hann aftur um kvöldið. Úrslitasundið er síðan á sunnudagskvöldið.

Anton hefur æft stíft undanfarnar vikur en andlegur undirbúningur er mikilvægur á síðustu dögunum fyrir keppni á sjálfum Ólympíuleikunum.

„Það er

...