Franski tónlistarhópurinn Les Itinérantes (Ferðalangarnir) kemur fram í Vallanesi í kvöld kl. 20 og Strandarkirkju á sunnudag kl. 14. Í viðburðarkynningu kemur fram að hópurinn sé „a capella tríó skipað þremur söngkonum“, það er þeim…
Strandarkirkja – Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Strandarkirkja – Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Franski tónlistarhópurinn Les Itinérantes (Ferðalangarnir) kemur fram í Vallanesi í kvöld kl. 20 og Strandarkirkju á sunnudag kl. 14. Í viðburðarkynningu kemur fram að hópurinn sé „a capella tríó skipað þremur söngkonum“, það er þeim Manon Cousin, Pauline Langlois de Swarte og Elodie Pont. Þær hafa „með samstarfi sínu fundið einstakan og litríkan hljóm og leggja áherslu á fjölbreytt efnisval og flutning. Á tónleikunum hyggjast þær bjóða upp á „draumkennt ferðalag í gegnum níu aldir af heillandi tónlist, á þrettán tungumálum“.