Útsýnissigling Boðið er upp á fría siglingu um Siglufjörð á hátíðinni og getur fólk þá séð fjörðinn frá hafi.
Útsýnissigling Boðið er upp á fría siglingu um Siglufjörð á hátíðinni og getur fólk þá séð fjörðinn frá hafi.

Á Trilludögum fær fólk einstakt tækifæri til að njóta Siglufjarðar
og prófa að sigla og veiða við fjörðinn. Hátíðin fer fram nú á laugardaginn en hún hefst klukkan tíu að morgni og verður mikið um að vera í bænum í það minnsta til klukkan fjögur.

Einstök hátíðarhöld

„Trilludagurinn var haldinn á laugardeginum fyrir verslunarmannahelgi og svo voru Bátadagar alla vikuna fram að Síldarævintýrinu,“ útskýrir Linda Lea Bogadóttir, verkefnastjóri Trilludaga, og bætir við að viðburðir hafi þá verið haldnir alla vikuna. Þó Bátadagar heyri nú sögunni til er Trilludagurinn enn haldinn á laugardeginum fyrir verslunarmannahelgi og Linda tekur fram að sjarminn við daginn sé óbreyttur. Lýsir hún að gestum sé boðið að fara í fríar siglingar um Siglufjörð og að prófa stangveiði um borð í trillum.

„Fólk getur rennt sjálft

...