Með ávarpi Joes Bidens Bandaríkjaforseta á miðvikudag mætti segja að formleg kosningabarátta Donalds Trumps og Kamölu Harris sé hafin, þó Harris eigi eftir að fá formlega útnefningu demókrata. Í ávarpi Bidens gaf hann ekki nákvæma ástæðu fyrir því…
Kosningar Trump hjólaði í Harris á fjölmennum kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólínu á miðvikudaginn.
Kosningar Trump hjólaði í Harris á fjölmennum kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólínu á miðvikudaginn. — AFP/Brandon Bell

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Með ávarpi Joes Bidens Bandaríkjaforseta á miðvikudag mætti segja að formleg kosningabarátta Donalds Trumps og Kamölu Harris sé hafin, þó Harris eigi eftir að fá formlega útnefningu demókrata.

Í ávarpi Bidens gaf hann ekki nákvæma ástæðu fyrir því að hann dró framboð sitt til baka en sagði mikilvægt að sameina demókrata og þjóðina.

Biden sagði að það hefðu verið mestu forréttindi ævi sinnar að fá að þjóna bandarísku þjóðinni í rúmlega hálfa öld, en að nú væri kominn tími til að stíga til hliðar.

„Að verja lýðræðið, sem er nú undir, er mikilvægara en nokkur vegtylla,“ sagði Biden í ávarpinu. „Ég hef ákveðið að besta leiðin fram á við sé að afhenda kyndilinn nýrri kynslóð.

...