Píanóleikarinn Magnús Jóhann og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson stilla saman strengi sína á tónleikum á Gljúfrasteini sunnudaginn 28. júlí kl. 16. Þar flytja þeir „glænýtt efni“ úr eigin smiðju. „Þeir hljóðrituðu nýverið hljómplötu með tónsmíðum þeirra beggja. Sú plata lítur dagsins ljós í september en þeir hlakka mikið til að flytja hluta efnisins á Gljúfrasteini,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að fyrsta smáskífan af plötunni, „Tilfinningatöffarinn“ eftir Magnús, sé þegar komin í spilun. Miðar fást við innganginn.