Frakkar kunna að njóta ásta og frjósemi er há, enda þótt brúkaðir smokkar fljóti eins og loðnutorfur í Signu.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Svo bar við eitt sinn við réttarhald í Bæjarþingi Reykjavíkur að tekist var á um faðerni í barneignarmáli íslenskrar konu og pólsks sjómanns. Það mun hafa verið forseti Hins íslenska fornritafjelags, Jón Ásbjörnsson, hrl. síðar hrd., sem var réttargæslumaður hins pólska sjómanns, en hann var fjarstaddur. Megin-vefengingarástæða lögmanns sjómannsins var sú að það gæti alls ekki gengið að um getnað hafi verið að ræða við þær aðstæður því stúlkan talaði eingöngu íslensku en sjómaðurinn talaði eingöngu pólsku. Sigurður Ólason, hrl., lögmaður íslensku stúlkunnar, taldi að um getnað hefði getað verið að ræða, þar sem við slíkar aðstæður væri talað alþjóðlegt mál, sem allir skildu. Forseti Fornritafjelagsins sagði í andmælum í réttarhaldinu; „ég leyfi mér að draga í efa að nokkurt slíkt tungumál sé til“.

Hvorugum

...