Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Ákveðin tímamót urðu í sögu íslenska lýðveldisins fyrr á árinu þegar haldið var upp á 80 ára lýðveldisafmæli um allt land, en með stofnun lýðveldisins hinn 17. júní 1944 náðist lokamarkmiðið í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar eftir áfangasigra áratuganna á undan. Lýðveldið er hraust og sprelllifandi eins og afstaðnar forsetakosningar í sumar voru til vitnis um. Öflugur og fjölbreyttur hópur frambjóðenda gaf þar kost á sér til að gegna embætti forseta Íslands, fjölmargir sjálfboðaliðar lögðu forsetaframbjóðendum lið með ýmsum hætti og kjörsókn var sú besta í 28 ár.

Allt upptalið er mikið styrkleikamerki fyrir lýðræðissamfélag eins og okkar. Því miður er sótt að lýðræði og gildum þess víða um heim í dag. Það er óheillaþróun sem sporna þarf við. Lýðræðið þarf nefnilega að rækta og standa vörð um. Þar gegnir virk þátttaka borgaranna lykilhlutverki, hvort sem það felst í að bjóða sig fram til embætta,

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir