Bandaríska fimleikakonan Simone Biles sést hér á lokaæfingu sinni í Bercy-höllinni í París í gær fyrir upphaf Ólympíuleikanna, en þeir verða formlega settir í kvöld. Frakkar stefna að því að athöfnin verði sú veglegasta í manna minnum, en meðal…
— AFP/Loic Venance

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles sést hér á lokaæfingu sinni í Bercy-höllinni í París í gær fyrir upphaf Ólympíuleikanna, en þeir verða formlega settir í kvöld.

Frakkar stefna að því að athöfnin verði sú veglegasta í manna minnum, en meðal annars er gert ráð fyrir að um 7.500 afreksmenn og -konur muni fara á bátum niður Signufljót um sex kílómetra leið, áður en haldið verður inn á Ólympíuleikvanginn, þar sem um 300.000 áhorfendur munu taka íþróttafólkinu fagnandi.