„Þetta er bara mál af þeirri stærðargráðu að það á skilið mikla umræðu og djúpa greiningu á því hvernig við tökumst á við það,“ segir formaður velferðarnefndar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir, um þær blikur sem eru á lofti um að…
Velferð Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar segir nýjar tölur frá barnavernd sláandi og að um sé að ræða alvarlegt mál.
Velferð Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar segir nýjar tölur frá barnavernd sláandi og að um sé að ræða alvarlegt mál. — Morgunblaðið/Arnþór

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

„Þetta er bara mál af þeirri stærðargráðu að það á skilið mikla umræðu og djúpa greiningu á því hvernig við tökumst á við það,“ segir formaður velferðarnefndar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir, um þær blikur sem eru á lofti um að geðheilsu barna fari hratt hrakandi og áhættuhegðun ungmenna sé að aukast.

Hún gerir ráð fyrir að málið verði ekki aðeins tekið upp í velferðarnefnd heldur líka í fleiri nefndum þingsins.

Í vikunni gaf barnavernd út nýjar tölur sem sýndu að tilkynningum um áhættuhegðun hefði fjölgað um 32% og tilkynningum um neyslu vímuefna um 119%.

Þá hefur verið greint frá því að tilvísunum til Geðheilsumiðstöðvar barna hefur fjölgað um 160% á örfáum

...