Leyfi til nafnabreytingar á ekki að vera skálkum skjól

Það er með ólíkindum hvernig glæpamanninum Mohamad Kourani hefur tekist að komast upp með ítrekuð brot sín hér á landi. Maðurinn kom hingað til lands árið 2017 og hlaut alþjóðlega vernd árið 2018. Hann hefur aldrei stundað launaða vinnu hér á landi en verið á framfæri hins opinbera. Ítrekað hefur hann verið dæmdur í fangelsi, fyrst í desember 2017, sem kom ekki í veg fyrir að hann fengi hér alþjóðlega vernd. Nýjasti dómurinn yfir Kourani féll um miðjan þennan mánuð og var hann þá dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps.

Skömmu eftir að frétt var sögð af nýjasta fangelsisdómnum kom fram að Kourani hefði sótt um og fengið samþykkta nafnabreytingu! Samkvæmt Þjóðskrá heitir hann nú Mohamad Th. Jóhannesson, þó að öllum megi ljóst vera að faðir hans heitir ekki Jóhannes.

Allt er þetta mál með miklum ólíkindum og svör

...