Þeim manni sem á að tryggja efnahagslega velferð landsmanna hefur með glóruleysi og yfirkeyrslu tekist að snúa góðum hagvexti í alvarlegan samdrátt.
Ole Anton Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt

Ole Anton Bieltvedt

Fyrir nokkru var mér sýnd sjónvarpsupptaka frá Stöð 2 frá í maí 2008. Sölvi Tryggvason ræddi þar m.a. við Ásgeir Jónsson, sem þá var yfirmaður greiningardeildar Kaupþings banka.

Spurður um þann orðróm að íslensku bankarnir stæðu illa taldi Ásgeir að slíkt tal væri bara „hystería“, rekstur bankanna gengi vel, góður hagnaður hefði orðið á fyrsta ársfjórðungi 2008 og horfur fyrir árið væru þokkalega góðar.

Allir vita hvað svo gerðist sama haust.

Í framhaldinu varð mér hugsað til þess að þessi maður er nú æðsti maður íslenskra banka- og peningamála; valdameiri um efnahagsmál þjóðarinnar og um leið afkomu og velferð landsmanna en flestir eða allir aðrir. Þá varð mér einnig hugsað til þess sem Ásgeir Jónsson sagði í viðtali

...