Ingólfur Ómar sendi mér póst og segir: Það virðist ekki vera neitt lát á rigningunni og það rifjaðist upp fyrir mér vísa, sem ég orti fyrir nokkrum árum:

Vætudögum fjölga fer

flóir vatn um götu.

Hellidemba úti er

eins og hellt úr fötu.

Ólympíuleikarnir eru að hefjast í París, skrifar Helgi R. Einarsson og bætir við: Ekki er öll vitleysan eins!:

Menn ýmislegt láta sér lynda

í lífinu t.a.m.

fólk sem er hólpið

má fara í skólpið

af Signubökkum og synda.

Njótum íslenska vatnsins!

Davíð Hjálmar Haraldsson segir á einum stað: Við Laugarvatn er gott að gista í logninu og

...