Zaniar Matapour fyrir miðju.
Zaniar Matapour fyrir miðju.

Zaniar Matapour, sem fyrstur manna hlaut 30 ára fangelsisdóm í Noregi, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Óslóar sem kveðinn var upp 4. júlí í krafti lagabreytingar frá árinu 2015 er setti nýjan refsiramma í hryðjuverkamálum. „Þetta eru mjög dapurleg skilaboð til okkar sem eigum um sárt að binda í málinu,“ segir Espen Evjenth við VG, formaður stuðningshóps fólks sem á einhvern hátt varð fyrir barðinu á Matapour í atlögu hans á Pride-hátíðinni í miðbæ Óslóar 25. júní 2022. „Fyrir vikið bíður okkar ný lota af óvissu og bið eftir að málið verði tekið fyrir auk þess sem sum okkar munu á ný þurfa að bera þá byrði að vitna á nýjan leik í réttarhöldum.“