Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í hóp Íslendinga í enska fótboltanum. Hann samdi í gær við B-deildarfélagið Plymouth Argyle eftir að hafa leikið með Eupen í belgísku A-deildinni á síðasta tímabili

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í hóp Íslendinga í enska fótboltanum. Hann samdi í gær við B-deildarfélagið Plymouth Argyle eftir að hafa leikið með Eupen í belgísku A-deildinni á síðasta tímabili. Victor hóf atvinnuferilinn á Englandi, hjá Liverpool, árið 2009 og hefur síðan leikið með ellefu félagsliðum í átta löndum.

Cloé Eyja Lacasse, sem kennir sig við Vestmannaeyjar eftir fimm ára dvöl þar og er með íslenskan ríkisborgararétt, skoraði fyrra mark Kanada í gær þegar liðið vann Nýja-Sjáland, 2:1, í fyrsta leik sínum í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í París. Hún jafnaði í lok fyrri hálfleiks og Evelyne Viens skoraði sigurmarkið seint í leiknum.

Handknattleiksmaðurinn Hafsteinn Óli Ramos Rocha gæti orðið mótherji Íslands í fyrsta leik á HM

...