Víkingar eru í talsverðri brekku eftir ósigur á heimavelli gegn Albaníumeisturum Egnatia í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta í gærkvöld, 1:0. Þeir þurfa að snúa þessu við í Albaníu næsta fimmtudag til að komast í þriðju…
Víkin Ilir Dabjani í marki Egnatia ver vel frá miðverðinum Oliver Ekroth á upphafsmínútum leiksins í gærkvöld. Besta færi Víkinga í leiknum.
Víkin Ilir Dabjani í marki Egnatia ver vel frá miðverðinum Oliver Ekroth á upphafsmínútum leiksins í gærkvöld. Besta færi Víkinga í leiknum. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Víkingur

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar eru í talsverðri brekku eftir ósigur á heimavelli gegn Albaníumeisturum Egnatia í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta í gærkvöld, 1:0.

Þeir þurfa að snúa þessu við í Albaníu næsta fimmtudag til að komast í þriðju umferðina og leika sama leik og Valsmenn sem unnu þar glæsilegan sigur á dögunum.

Þetta er fyrsti ósigur Víkinga í átta heimaleikjum í Evrópukeppni en þeir höfðu unnið fimm og gert tvö jafntefli frá því þeir mættu Levadia Tallinn í forkeppninni í lok júní 2022.

Um leið er þetta í fyrsta skipti sem albanskt lið vinnur útisigur gegn íslensku liði í Evrópukeppni, í fimm heimsóknum, og aðeins annar sigurleikur Albana

...