Hátíð verður haldin í Herðubreiðarlindum næstkomandi laugardag, 27. júlí, í tilefni af því að 50 ár eru um þessar mundir liðin frá því staðurinn var friðlýstur. Fjölbreytt dagskrá hefst klukkan 14 og þar eru í boði fjölbreyttar fræðslugöngur,…
Lindir Þorsteinsskáli og í baksýn er hin tignarlega Herðubreið.
Lindir Þorsteinsskáli og í baksýn er hin tignarlega Herðubreið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Hátíð verður haldin í Herðubreiðarlindum næstkomandi laugardag, 27. júlí, í tilefni af því að 50 ár eru um þessar mundir liðin frá því staðurinn var friðlýstur. Fjölbreytt dagskrá hefst klukkan 14 og þar eru í boði fjölbreyttar fræðslugöngur, barnastund, kaffiveitingar, leikir og tónlistaratriði frá Vigdísi Hafliðadóttur.

Áætlað er að dagskráin standi til um kl. 17 en svo verður þráðurinn tekinn aftur upp um kvöldið með leikjum, fjöldasöng

...