Emil Atlason er maðurinn á bak við velgengni Stjörnumanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í ár. Hann skoraði bæði mörkin í góðum sigri Garðbæinganna á Paide frá Eistlandi á Stjörnuvellinum í gærkvöld, 2:1, og er nú kominn með fjögur mörk fyrir þá í Evrópukeppninni í ár
Garðabær Emil Atlason sækir að marki Paide en hann skoraði bæði mörkin í sigri Stjörnunnar og er kominn með fjögur Evrópumörk í ár.
Garðabær Emil Atlason sækir að marki Paide en hann skoraði bæði mörkin í sigri Stjörnunnar og er kominn með fjögur Evrópumörk í ár. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Stjarnan

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Emil Atlason er maðurinn á bak við velgengni Stjörnumanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í ár.

Hann skoraði bæði mörkin í góðum sigri Garðbæinganna á Paide frá Eistlandi á Stjörnuvellinum í gærkvöld, 2:1, og er nú kominn með fjögur mörk fyrir þá í Evrópukeppninni í ár.

Eiginlega fimm því hann átti risastóran þátt í sjálfsmarki Linfield í fyrri leik liðanna í fyrstu umferðinni.

Stjarnan var eina íslenska liðið sem vann sinn heimaleik í gærkvöld og stendur því best að vígi fyrir seinni leikina en liðin mætast aftur í Eistlandi á fimmtudaginn kemur.

Emil skoraði með hörkuskalla

...