Sagan af munaðarleysingjanum Tom Jones eftir Henry Fielding kom út í London árið 1749 og er talin vera eitt af fyrstu ensku skáldverkunum sem flokkast sem skáldsaga. Um er að ræða þroskasögu hins sjarmerandi en dálítið uppreisnargjarna Toms sem…
Ástfangna parið Solly McLeod og Sophie Wilde.
Ástfangna parið Solly McLeod og Sophie Wilde.

Sigríður Helga Sverrisdóttir

Sagan af munaðarleysingjanum Tom Jones eftir Henry Fielding kom út í London árið 1749 og er talin vera eitt af fyrstu ensku skáldverkunum sem flokkast sem skáldsaga. Um er að ræða þroskasögu hins sjarmerandi en dálítið uppreisnargjarna Toms sem lengst af veit lítið um uppruna sinn en var svo heppinn að herra Allworthy, ríkur landeigandi, tók hann að sér og ól hann upp. Tom fellur fyrir ríkri stúlku frá Jamaíka, Sophie, sem einnig er munaðarlaus en ólík félagsleg staða þeirra meinar þeim að giftast. Bókin er löng, um 800 blaðsíður, en lesendur sígildra bókmennta ættu ekki að láta það aftra sér.

Fyrir þá sem hafa minni tíma aflögu eða vilja frekar styttri útgáfur bendi ég á að nýlega hóf RÚV sýningar á þáttaseríu byggðri á þessari bók. Þar er hin yfirgripsmikla saga sögð á hraðferð í

...