The look of our land: Akureyri eða Útlit landsins: Akureyri nefnist sýning sem Jonathan Smith, gestalistamaður Gilfélagsins í júlí, opnar í Deiglunni í kvöld kl
Jonathan Smith
Jonathan Smith

The look of our land: Akureyri eða Útlit landsins: Akureyri nefnist sýning sem Jonathan Smith, gestalistamaður Gilfélagsins í júlí, opnar í Deiglunni í kvöld kl. 19.30. Sýningin er opin helgina 27.-28. júlí kl. 14-17 báða dagana og aðeins er þessi eina sýningarhelgi.

Jonathan Smith lauk BA-gráðu í myndlist frá University of New Hampshire og meistaragráðu frá City University of New York, Brooklyn College. „Hann hefur búið á Boston-svæðinu undanfarin 35 ár, þar sem hann kennir málun í framhaldsskóla, grafík og teikningu. Hann heldur úti vinnustofu í Concord, Massachusetts og hefur sýnt verk sín á fjölmörgum stöðum í og umhverfis Boston,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að Jonathan Smith býr til óhlutbundin málverk byggð á landa­kortum og gervihnattamyndum.