— Morgunblaðið/Anton Brink

Kríuvarpið á Seltjarnanesi hefur gengið vonum framar og engir minkar herjað á varpið. „Í fyrra gekk varpið vel en svo komst minkur í það og tók toll af ungunum og núna eru meindýraeyðir og umhverfisnefndin að halda þessu í skefjum. En varpið er með betra móti,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í samtali við Morgunblaðið.

Jóhann segir að einhverjir minkar hafi látið sjá sig í vor og sumar en þá hafi verið hnippt í meindýraeyði til að eyða þeim. Meindýraeyðinum er heimilt að fara um svæðið meðan á varpi kríunnar stendur með byssu og hund ef þörf krefur.