Það verður nóg af fjölbreyttum hátíðum um helgina víða um landið. Þar má helst nefna Bræðsluna, sem fer fram á Borgarfirði eystri á laugardaginn, svo og bæjarhátíðina Mærudaga á Húsavík, sem í ár fagnar 30 ára afmæli
Hátíðir Nóg af bæjarhátíðum er í öllum landshlutum um helgina og ættu allir aldurshópar að finna sér eitthvað við hæfi til skemmtunar.
Hátíðir Nóg af bæjarhátíðum er í öllum landshlutum um helgina og ættu allir aldurshópar að finna sér eitthvað við hæfi til skemmtunar. — Morgunblaðið/Albert Kemp

Guðrún S. Arnalds

gsa@mbl.is

Það verður nóg af fjölbreyttum hátíðum um helgina víða um landið. Þar má helst nefna Bræðsluna, sem fer fram á Borgarfirði eystri á laugardaginn, svo og bæjarhátíðina Mærudaga á Húsavík, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Sú hátíð hófst í gær og stendur yfir alla helgina.

Svo aðrar hátíðir séu nefndar verða Franskir dagar á Fáskrúðsfirði á sínum stað um helgina, en sú hátíð hófst á miðvikudag. Þá verður Reykholtshátíðin haldin í Borgarfirði, en

...