Leiðtogar Hamas vilja ekki frið og hafa aldrei viljað frið því þá missa þeir völdin og peningana. Hamas hafa í reynd hersetið Gasa í 18 ár.
Magnús Magnússon
Magnús Magnússon

Magnús Magnússon

Fyrir 18 árum voru haldnar kosningar á Gasa-svæðinu. Illu heilli fyrir íbúana á Gasa kusu þeir fulltrúa Hamas-hryðjuverkasamtakanna í 15 valdasæti af 24 sem tilheyrðu svæðinu. Ári síðar sölsuðu Hamas öll völd undir sig og ráku alla þá sem ekki tilheyrðu Hamas burt af Gasa eða drápu þá. Á þeim tíma bar fólk von í brjósti um að haldnar yrðu almennar kosningar á fjögurra ára fresti eins og gerist og gengur í lýðræðisríkjum. Hamas-hryðjuverkasamtökin höfðu allt annað í huga enda hafa þau hangið á völdum sínum í 18 ár og ekki efnt til kosninga allan þennan tíma heldur haldið íbúum á Gasa í heljargreipum ótta og ofbeldis, stjórnað af ótrúlegum hrottaskap og drepið eða fangelsað alla þá sem hafa andmælt þeim. Í reynd hersetið Gasa.

Fréttir á BBC sem aldrei verða birtar á RÚV

Hinn 4. júlí síðastliðinn birti BBC

...