Vitar nefnist sýning sem opnuð verður á vegum sýningarsalarins Slunkaríkis á Ísafirði í dag, föstudag, kl. 17. Opnunin er jafnframt útgáfuhóf kversins Vita, en tilefni bæði sýningar og kversins er að myndlistar­maðurinn og fyrrverandi…
Myndlistarmaður Jón Sigurpálsson.
Myndlistarmaður Jón Sigurpálsson.

Vitar nefnist sýning sem opnuð verður á vegum sýningarsalarins Slunkaríkis á Ísafirði í dag, föstudag, kl. 17. Opnunin er jafnframt útgáfuhóf kversins Vita, en tilefni bæði sýningar og kversins er að myndlistar­maðurinn og fyrrverandi stjórnarformaður Edinborgarhússins Jón Sigurpálsson (1954-2023) hefði orðið sjötugur 2. ágúst. „Fjölskylda Jóns hefur undanfarna mánuði tekið saman verk Jóns sem finna má í almannarýmum hér á landi og erlendis. Kverið er hannað af Einari Viðari Guðmundssyni Thoroddsen með textum eftir Halldór Björn Runólfsson, Björn Vigni Sigurpálsson og Kristínu Hagalín Ólafsdóttur.

Á sýningunni verða prentverk, ljósmyndaverk, veggverk og skúlptúrar eftir Jón ásamt skissum af listaverkum sem bæði urðu og urðu ekki að veruleika,“ segir í fréttatilkynningu. Viðburðurinn í dag er haldinn í Bryggjusal Edinborgarhússins. Sýningin stendur til 29. september.