Þó að Ólympíuleikarnir í París hefjist ekki formlega fyrr en í kvöld hefur fyrsta heimsmetið þegar verið slegið. Keppni í bogfimi hófst á flötinni fyrir framan franska Stríðsminjasafnið í gær og hin tvítuga Lim Si-hyeon frá Suður-Kóreu gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet. Hún fékk 694 stig af 720 mögulegum en gamla metið var 692 stig. Þetta var þó aðeins í undankeppni í greininni og enn langur vegur að verðlaunapallinum.