Fyrir fram áttu Valsmenn fyrir höndum líkast til erfiðasta verkefnið af íslensku liðunum fjórum sem léku í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. Þeir geta verið þokkalega sáttir við markalaust jafntefli á Hlíðarenda gegn St
Hlíðarendi Hasar í vítateig St. Mirrren þar sem Jakob Franz Pálsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen reyna að ná til boltans.
Hlíðarendi Hasar í vítateig St. Mirrren þar sem Jakob Franz Pálsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen reyna að ná til boltans. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Valur

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Fyrir fram áttu Valsmenn fyrir höndum líkast til erfiðasta verkefnið af íslensku liðunum fjórum sem léku í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld.

Þeir geta verið þokkalega sáttir við markalaust jafntefli á Hlíðarenda gegn St. Mirren frá Skotlandi, sérstaklega eftir að hafa verið manni færri frá 81. mínútu þegar Aron Jóhannsson var rekinn af velli fyrir að brjóta af sér sem aftasti maður.

Aron hafði komið inn á sem varamaður átta mínútum áður. Hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla og nú verða Valsmenn án hans í seinni leiknum í Paisley næsta fimmtudag.

Leikurinn hefði aldrei átt að enda 0:0 því bæði lið fengu góð

...