„Fátt hefur minni tilgang en svekkja sig á veðráttu. Eiginlega alveg út í hött," segir Alexander Svölnir Sigurðsson aðstoðarhótelstjóri í Flókalundi á Barðaströnd.

„Þegar laus stund gefst er gott fara í bíltúr. Láta hugann reika og slappa af. Og svo er líka gott að láta sig dreyma um sæludaga hér fyrir vestan, þar sem í grenndinni eru fallegir skógar og breiðar fjörur hér við Vatnsfjörðinn sem er friðland. Við kærastan mín sem vinnur með mér hér fórum á dögunum hér í skemmtilega lautarferð og vorum á hvítum sandi í flæðarmáli. Að rifja slíkt upp á rigningardögum er dýrmætt. Ég kom til starfa hér í Flókalundi í apríl og hef síðustu mánuði svolítið náð að skoða umhverfið hér í grennd; Dynjanda, Rauðasand og Látrabjarg. Allt eru þetta ævintýralegir staðir. Við náum vonandi að fara meira þarna um núna í ágústmánuði, því eitthvað segir mér að þá verði stytt upp og

...