Fyrir tveimur vikum var gerð launvígstilraun á forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum. Í kjölfarið komu fram fordæmingar gegn pólitísku ofbeldi og krafa um samstöðu. Tæpum tveimur vikum seinna er þessi sami frambjóðandi hins vegar farinn að ala á…
Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Fyrir tveimur vikum var gerð launvígstilraun á forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum. Í kjölfarið komu fram fordæmingar gegn pólitísku ofbeldi og krafa um samstöðu. Tæpum tveimur vikum seinna er þessi sami frambjóðandi hins vegar farinn að ala á óeiningu og tala um „öfgavinstri-brjálæðinga“, ofurfrjálslyndi og barnaaftökur.

Ég verð að segja að ég átta mig ekki alveg á því hvernig þetta eru sameiningarskilaboð. Hvernig er verið að ná saman um andstæð sjónarmið. Ég skil heldur ekki af hverju ofurfrjálslyndi er blandað inn í þessar uppnefningar.

Það er áhugavert með þessi ofur- og öfga-forskeyti. Ofurfrjálslyndi. Öfgahægri. Öfgavinstri. Hvað þýðir þetta? Öfgahægri virðist vera einhvers konar uppnefni á þjóðernishyggju, sem er auðvitað algjört þvaður. Þjóðernishyggja er bara þjóðernishyggja – hún er ekkert sérstaklega hægri eða vinstri. Með

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson