Sambíóin, Laugarásbíó og Smárabíó Longlegs / Langleggur ★★★½· Leikstjórn: Oz Perkins. Handrit: Oz Perkins. Aðalleikarar: Maika Monroe, Nicolas Cage, Blair Underwood og Alicia Witt. Kanada og Bandaríkin, 2024. 91 mín.
Tákn Að mati rýnis er það í raun ótrúlegt að leikstjóranum takist á sama tíma bæði að segja of mikið og of lítið.
Tákn Að mati rýnis er það í raun ótrúlegt að leikstjóranum takist á sama tíma bæði að segja of mikið og of lítið.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Langleggur er fjórða hrollvekjan sem Oz Perkins leikstýrir og skrifar handritið að en hann er líklega þekktastur fyrir að leika nördinn David í Löglegu ljóskunni (2001) eftir Robert Luketic.

Langleggur er einn af óvæntum stórsmellum sumarsins og segir frá Lee Harker (Maika Monroe), nýliða í alríkislögreglunni, sem er úthlutað óleystu máli raðmorðingja sem gengur undir nafninu Langleggur. Harker sökkvir sér í málið í von um að bjarga lífi annarrar saklausrar fjölskyldu og uppgötvar að lausnina er að finna í hennar eigin fortíð.

Langleggur hefst á endurliti (e. flashback) þar sem ung stelpa (Lauren Acala) hittir svokallaðan Langlegg fyrir

...