Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

„Orustan um Atlantshafið, sem svo hefir verið nefnd, er vafalaust sjerkennilegasta orusta, sem nokkru sinni hefir háð verið í heiminum. Víðátta orustusvæðisins ein veldur því, að ekki er hægt að líkja þessari „orustu“ við neina aðra orustu veraldarsögunnar.“

Þannig komst Ívar Guðmundsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, að orði í grein í blaðinu í lok júlí 1941, en sjálfur var hann þá nýkominn heim úr siglingu um „vígvöllinn“.

Fram kom í máli Ívars að hægt væri að sigla um orrustusvæðið dögum og vikum saman án þess að verða var við neinar hernaðaraðgerðir, en þó væru þeir, sem um svæði þetta færu, í stöðugri hættu. Á hverri einustu

...