Lazenby með Díönu Rigg í <em>On Her Majesty&lsquo;s Secret Service</em>.
Lazenby með Díönu Rigg í On Her Majesty‘s Secret Service. — Wikipedia/Bibliothek Zürich

Ástralski leikarinn George Lazenby þótti ekki eftirminnilegur James Bond en hann lék kappann árið 1969 í myndinni On Her Majesty’s Secret Service. Þrátt fyrir dræmar viðtökur á þeim tíma lét Lazenby ekki deigan síga og hélt áfram kvikmyndaleik.

Hann er orðinn 84 ára og segir að nú sé rétti tíminn til að draga sig í hlé. Hann segir þessa ákvörðun erfiða en hann hafi tekið hana vegna þess að aldurinn sé farinn að segja til sín. Hann segist hlakka til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

Auk þess að hætta kvikmyndaleik ætlar hann ekki að koma lengur fram opinberlega, ekki fara í viðtöl og ekki veita eiginhandaráritanir. „Þetta hefur verið skemmtilegur leiðangur en það er ekki gaman að eldast,“ segir hann. Ekki er langt síðan flytja þurfti hann á spítala eftir að hann féll illa og

...