Vignir Vatnar Stefánsson varð í 2.-4. sæti á öflugu lokuðu móti sem lauk í Maplewood í Kanada á fimmtudaginn. Þetta er án efa sterkasta lokaða mót sem Vignir hefur tekið þátt í og hlaut hann 5½ vinning af 9 mögulegum, jafn Norðmanninum Aryan Tari og Króatanum Ivan Saric
Endurkoma Íslandsvinurinn og nífaldur Hollandsmeistari, Jan Timman, var aftur með á hollenska meistaramótinu sem lauk um miðjan júlímánuð með sigri Max Warmerdam.
Endurkoma Íslandsvinurinn og nífaldur Hollandsmeistari, Jan Timman, var aftur með á hollenska meistaramótinu sem lauk um miðjan júlímánuð með sigri Max Warmerdam. — Ljósmynd/Dirk jan ten Geuzendam

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Vignir Vatnar Stefánsson varð í 2.-4. sæti á öflugu lokuðu móti sem lauk í Maplewood í Kanada á fimmtudaginn. Þetta er án efa sterkasta lokaða mót sem Vignir hefur tekið þátt í og hlaut hann 5½ vinning af 9 mögulegum, jafn Norðmanninum Aryan Tari og Króatanum Ivan Saric. Það var hins vegar Hollendingurinn Jorden Van Foreest sem sigraði með yfirburðum, hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum. Vignir var taplaus alveg fram í síðustu umferð er hann tefldi við Saric, komst ekki vel frá byrjuninni og tapaði í 26 leikjum. Taflmennska hans að öðru leyti var góð og hann hækkar um 10 elo-stig fyrir frammistöðuna og er nú stigahæsti skákmaður okkar með um 2.525 elo-stig. Hæstur á stigum í Kanada var Ivan Saric með 2.690 elo-stig en

...