„Í verslunum ætti að vera nóg af nýjum kartöflum,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum í Hornafirði. Þar var byrjað að taka upp kartöflur 15. júní; afurðir sem Innnes og Bananar dreifa í verslanir
Þykkvibær Upptökuvélin á akri.
Þykkvibær Upptökuvélin á akri. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Í verslunum ætti að vera nóg af nýjum kartöflum,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum í Hornafirði. Þar var byrjað að taka upp kartöflur 15. júní; afurðir sem Innnes og Bananar dreifa í verslanir. Vikuskammturinn sem fer í bæinn hefur verið 7-8 tonn og í byrjun næstu viku verður 6 tonna pöntun send í bæinn.

„Vorið var hlýtt og gott, en fyrstu vikurnar frá því útsæðið er sett niður hafa alltaf mikið að segja um sprettuna. Síðan hefur júlímánuður verið kaldur sem breytir samt ekki því að útlitið

...