Sögnin að rýma þýðir m.a. að gera rýmra eða ryðja, en ekki er þó vaninn að rýma hvað sem er. Um það gera e-ð víðtækara eða frjálsara höfum við sögnina að rýmka: rýmka kosningarétt, rýmka inntökuskilyrði

Sögnin að rýma þýðir m.a. að gera rýmra eða ryðja, en ekki er þó vaninn að rýma hvað sem er. Um það gera e-ð víðtækara eða frjálsara höfum við sögnina að rýmka: rýmka kosningarétt, rýmka inntökuskilyrði. Að rýma salinn þýðir svo að tæma hann af fólki. Að rýmka hann mundi þýða að víkka hann.