Anton Sveinn McKee keppir fyrstur Íslendinganna á Ólympíuleikunum í París en undanrásir í fyrri grein hans, 100 metra bringusundinu, hefjast klukkan 9.30 að íslenskum tíma. Anton er á fimmtu braut í öðrum riðli af fimm og á næstbesta tímann af átta keppendum í riðlinum. Í heild á Anton 25. besta tímann af 38 keppendum í greininni. Sextán komast í undanúrslit sem eru á dagskrá í kvöld klukkan 19.12.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir síðan í fyrramálið, á sunnudegi, í fyrri grein sinni, 200 metra skriðsundinu. Keppnin hefst klukkan 10 að íslenskum tíma og Snæfríður er á sjöundu braut í þriðja riðli af fjórum en hún á sjötta besta tímann af þeim átta sem eru í riðlinum. Alls á hún 17. besta tímann af 31 keppanda í greininni. Sextán bestu komast í undanúrslitin sem eru á dagskrá annað kvöld klukkan 19.50.

Anton og Snæfríður keppa síðan bæði

...