Landsmenn hafa nú horft upp á það ítrekað, að stjórn höfuðborgarinnar er sem stjórnlaust rekald í fjármálastjórn og skipulagsmálum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Landsmenn hafa nú horft upp á það ítrekað að stjórn höfuðborgarinnar er sem stjórnlaust rekald í fjármálastjórn og skipulagsmálum. Tveir borgarstjórar, annar fyrrverandi, virðast reyna að stjórna borginni. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Skólamál í Laugardal eru í óvissu, fyrri loforð svikin og nýjar leiðir boðaðar án samráðs við skólaumhverfið, íbúana og hagsmunaaðila. Mikið úrræðaleysi ríkir í dagvistarmálum barna. Fyrirhugað er að ganga á græn svæði til að koma fyrir skólabyggingu. Fátt ef nokkuð bendir til að óreiðunni í stjórn borgarinnar linni. Miklu frekar að hún aukist þegar nær dregur kosningum.

Skipulagsmál

Þétting byggðar skal nú ná upp í Grafarvog og mikil þétting boðuð þar án samráðs við íbúa sem þegar hafa mótmælt þessum áformum.

...