Á kaldrifjuðum tímum á ólympíuandinn fullt erindi

Ólympíuleikarnir voru settir í París í gær með pompi og prakt. Óheftur aðgangur var að athöfninni, sem fór þannig fram að siglt var með sjö þúsund íþróttamenn í 94 bátum sex kílómetra leið eftir ánni Signu. Rúmlega hundrað myndavélum var komið fyrir meðfram siglingaleiðinni og að auki settir upp rúmlega 200 snjallsímar á bátum íþróttamannanna. Þá voru einnig smíðaðir sérstakir myndavélabátar. Aðstandendur halda því fram að þetta hafi verið umfangsmesta og flóknasta útsending sögunnar og hefur verið bent á að notast hafi verið við þrisvar sinnum fleiri myndavélar en í Tókýó fyrir þremur árum.

Leikarnir í ár skera sig líka úr fyrir það að nú verða í fyrsta skipti jafn margar konur og karlar í röðum keppenda. Það er merkilegt hvað sú vegferð hefur tekið langan tíma. Ólympíuleikar voru síðast haldnir í París fyrir 100 árum og þá voru konur 4% keppenda. Í Tókýó árið 2021 var hlutfallið komið upp

...