Um alþjóðaflugvöll á Suðurlandi, uppbyggingu hálendisvega, borgarmyndun í Árborg og fleira.
Guðjón Sigurbjartsson
Guðjón Sigurbjartsson

Guðjón Sigurbjartsson

Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar.

Þróun þéttbýlis

Á stórhöfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki.

Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu.

Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni.

Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að

...