„Við erum að biðla til allra að fjölmenna í gönguna í ár því núna er það sérstaklega mikilvægt. Við verðum að mæta í krafti fjöldans og taka afstöðu gegn ofbeldi þegar umræðan er svona,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn…
Druslugangan Í ár verður litið til bakslags í réttindamálum í göngunni.
Druslugangan Í ár verður litið til bakslags í réttindamálum í göngunni. — Morgunblaðið/Óttar

„Við erum að biðla til allra að fjölmenna í gönguna í ár því núna er það sérstaklega mikilvægt. Við verðum að mæta í krafti fjöldans og taka afstöðu gegn ofbeldi þegar umræðan er svona,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjandi druslugöngunnar, sem gengin verður í tólfta sinn í dag.

Í göngunni verður litið til bakslagsins sem orðið hafi í jafnréttismálum.

„Þó að við höfum farið í gegnum þrjár me too-byltingar og það hafi orðið mjög mikil vitundarvakning í samfélaginu sjáum við að við megum ekki sofna á verðinum. Við erum að sjá, sérstaklega meðal ungs fólks, að orðræðan sem var kveikjan að druslugöngunni til að byrja með er að aukast,“ segir Lísa.

Hún segist þá upplifa mikinn mun á móttökum á göngunni milli ára.

„Ég

...