Foreldrar ættu að fá að vita hvaða skólar standa sig vel og hvar tossarnir í skólastjórnun leynast, það á við um niðurstöður Pisa eða prófa almennt.
Halldór Friðriksson
Halldór Friðriksson

Halldór Friðriksson

Mikið er rætt um skólamál þessa dagana og skiptar skoðanir á flestum þáttum menntakerfisins.

Ég ætla að lýsa skoðun minni á þeim þætti að það virðist ekki vera í lagi að foreldrar fái að vita hvernig skólarnir standa sig, hvorki varðandi niðurstöðu Pisa né prófa almennt.

Þetta er afleit staða og ég vil endilega að það sé ljóst hvaða skólar standa undir því heiti með sóma og hvar tossarnir í skólastjórnun leynast.

Foreldrar í Neðra-Breiðholti eru að flýja hverfið og selja ofan af sér til að flytja í gæfulegri hverfi varðandi grunnskóla. Börnum fer aftur í námi og svör skólans við aðfinnslum eru að þetta sé „fjölþjóðaskóli“, það er látið nægja sem skýring. Þetta á auðvitað ekki að opinbera á neinn hátt og alls ekki að

...