Snæfellsjökull.
Snæfellsjökull.

Vilhjálmur Bjarnason

Íslensk myndlist á sér ekki langa sögu. Vissulega voru lýsingar í gömlum handritum og hannyrðir hljóta að teljast til myndlistar.

Það var í upphafi síðustu aldar að Íslendingar sóttu til mennta í myndlist eins og hugur þeirra stóð til.

Flestir áttu langa og viðburðaríka ævi. Einum frumherjanna auðnaðist ekki að lifa lengi. Muggur, Guðmundur Thorsteinsson, dó úr berklum aðeins 32 ára gamall.

Muggur hefur örugglega verið hæfileikaríkur ungur maður og verið flestir vegir færir á meðan allt lék í lyndi.

Það fór saman að Muggur veiktist af berklum og að efnahagur foreldra hans hrundi. En velunnarar hans stofnuðu félag honum til styrktar.

Muggur var leikari,

...